Snjómokstursreglur í Fjallabyggð

Málsnúmer 1403055

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 166. fundur - 30.04.2014

Lögð fram til kynningar uppfærð kort með snjómokstursreglum Fjallabyggðar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 06.11.2014

Lagður fram tölvupóstur frá Siglunesi hf. til kynningar. Umræða varð um neðantalda liði.
1. Snjómokstur - vísast hér í samþykkt snjómokstursplan fyrir bæjarfélagið.
2. Hálkuvarnir - höfnin hefur fest kaup á salti til hálkuvarna og er áætlaður kostnaður um 140 þúsund fyrir tíu tonn.
3. Tryggja þarf aðkomu að krönum, landfestum og rafmagni. Yfirhafnarvörður mun tryggja góða aðkomu að umræddum búnaði og landfestum eins og kostur er.
4. Aðkoma fyrirtækja að snjómokstri á svæðum hafna var til umræðu.
5. Áætlað fjármagn hafnarsjóðs í snjó- og hálkuvarnir kom til umræðu.