Fundir deildarstjóra Fjallabyggðar 2014

Málsnúmer 1401031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21.01.2014

Fundargerð frá 8. janúar lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24.06.2014

Lögð fram fundargerð deildarstjóra Fjallabyggðar frá 11.06.2014.

Meirihluti bæjarráðs telur rétt að taka nokkur mál til nánari skoðunar á milli funda og þar með til frekari umræðu og ákvarðanatöku á næsta fundi bæjarráðs.
Um er að ræða ábendingar um neðantalin verkefni:

1. Lokafrágang á og að gámasvæði á Siglufirði en áætlaður kostnaður er um 7,8 m.kr.

2. Sameining íbúða í Skálarhlíð, en áætlaður kostnaður er um 7,5 m.kr.

3. Kaup á lausri kennslustofu fyrir leikskóla og er áætlaður kostnaður um 8,5 m.kr.

4. Hönnun á stækkun leikskóla en áætlaður kostnaður er um 1,5 m.kr.

5. Meirihluti bæjarráðs óskar einnig eftir upplýsingum frá tæknideild um kostnað við lagfæringar á vegi að skíðaskálanum í Ólafsfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Samgöngustofu/umferðarsvið um neðantalin málefni fyrir næsta fund í bæjarráði.

1. Nauðsynlegar lagfæringar á þjóðveginum um Ásinn á Siglufirði.

2. Kostnaðarhlutdeild í mokstri á miklum sandburði inn í Ólafsfjarðarvatn en áætlaður kostnaður er orðinn um 5,5 m.kr.

3.Farið verði yfir lagfæringar og framkvæmdir við þjóðveg að og í gegnum Siglufjörð.

4. Farið verði yfir lagfæringar og framkvæmdir við þjóðveg að og í gegnum Ólafsfjörð.

5. Einnig er bæjarstjóra falið að taka upp viðræður um aðkomu að framkvæmdum við veg að skíðaskálanum Ólafsfirði.  

6. Bæjarstjóra er falið að ræða einnig endurbætur á hafnarbryggju á Siglufirði og koma verkefninu á samgönguáætlun.


Bæjarstjóri upplýsti fundarmenn um að hann hafi fengið tvo fundi í vikunni með fulltrúum Samgöngustofu er varðar ofangreind málefni og eru þeir á miðvikudag og fimmtudag.


Bæjarstjóri upplýsti að hann hefur rætt við forstöðumann bókasafns bæjarfélagsins er varðar framkvæmdir við Ólafsveg 4.
Á þeim fundi kom fram hugmynd um aðgerðaráætlun sem miðar að opnun á þjónustu við íbúa strax í haust.


Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að kanna kostnað við að opna bókasafn á neðrihæð hússins í lok sumars. Þjónusta við íbúa í Ólafsfirði verði þar með tryggð er varðar bókasafnið og almenna þjónustu.  Forstöðumanni bókasafnsins er falið að miða búnaðaðarkaup fyrir umrædda þjónustu.


Bæjarráð telur þar með rétt að fresta fyrirhuguðu útboði á viðbyggingu við Ólafsveg 4 þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.


Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að kanna fyrir næsta fund áætlaðan kostnað við umrædda hugmynd og framkvæmd.

Í ljósi ofanritaðs þ.e. funda með Samgöngustofu og úttektar tæknideildar á Ólafsvegi 4 mun bæjarráð taka til afgreiðslu ofanritaðar framkvæmdir og framkomnar ábendingar á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 352. fundur - 19.08.2014

Lögð fram til kynningar fundargerð deildarstjóra frá 12. ágúst 2014.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 361. fundur - 28.10.2014

Lögð fram fundargerð deildarstjóra Fjallabyggðar.
Málum er tengjast fjárhagsáætlunargerð er vísað til frekari umræðu í bæjarráði.