Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 163. fundur - 9. janúar 2014

Málsnúmer 1401003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 96. fundur - 15.01.2014

1. varaforseti, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 163. fundur - 9. janúar 2014
    Lagt fram erindi frá Guðbirni Arngrímssyni þar sem hann fjallar um fyrirhugaða staðsetningu brunaútganga í grunnskóla Fjallabyggðar, Ólafsfirði og samskipti sín við Guðmund Gunnarsson hjá Mannvirkjastofnun. Einnig lagt fram minnisblað Dr. Skúla Þórðarsonar um mat á snjósöfnun við suðurgafl grunnskólabyggingarinnar og umræðu um snjóvarnir við neyðarútganga. Að auki lagt fram minnisblað frá Ævari Harðarsyni og deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar.
     
    Nefndin tekur undir orð Guðmundar Gunnarssonar þar sem hann segir: "Það er grundavallaratriði í sambandi við þessa flóttaleið að hún sé fær allt árið". Það verður gert með því að setja snjógildrur á þakbrún ofan útgangs, hita í stétt við útgang og uppsetningu á vindskermum ef þörf þykir samkvæmt minnisblaði Dr. Skúla Þórðarsonar.
    Nefndin leggur áherslu á að lokið verði við gerð brunaútganganna sem fyrst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 163. fundur - 9. janúar 2014
    Bragi Þór Haraldsson sækir um, fyrir hönd Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, leyfi til að endurnýja utanhússklæðningu hússins að Eyrargötu 25 Siglufirði. Húsið verður klætt að utan með standandi báruplötum úr aluzinki.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 163. fundur - 9. janúar 2014
    Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir sækir um, fyrir hönd Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborg, leyfi til að setja upp auglýsingaskilti við gatnamót Skarðsvegar og afleggjarans í skógræktina samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
     
    Nefndin samþykkir erindið. Staðsetning og frágangur verði gerður í samráði við tæknideild.
     
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 163. fundur - 9. janúar 2014
    Lögð fram til kynningar framvinduskýrsla unnin af Framkvæmdasýslu ríkisins fyrir árið 2013 vegna vinnu við snjóflóðavarnir í Hafnarfjalli, Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 163. fundur - 9. janúar 2014
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.