Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013

Málsnúmer 1312006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 96. fundur - 15.01.2014

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Lagt fram bréf frá formanni stýrihóps um gerð Héðinsfjarðarganga. Eftir yfirferð á samskiptum við bæjarfélagið er lagt til að bæjarfélagið taki við  frágangi á svæðinu. 
    Náðst hefur samkomulag um fjárupphæð til að ljúka frágangi við Kleifartipp. Drög að samkomulagi lagt fram til kynningar. 
    Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu er varðar uppgjör og frágang á Kleifartipp og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Lagt fram bréf frá Ásgeiri Ásgeirssyni og Sæunni Axelsdóttur frá 6.12.2013, en í bréfinu koma fram ábendingar og kvartanir um opnunartíma sundlauga á Siglufirði og Ólafsfirði.
    Lagt fram bréf frá Axel Pétri Ásgeirssyni frá 9.12.2013 er varðar málefni sundlauga í Fjallabyggð.
    Bæjarráð vísar þessum erindum til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Róbert Guðfinnsson ritar bæjarráði bréf dags. 9.12.2013. Í bréfinu er minnt á samkomulag milli Rauðku ehf og Fjallabyggðar frá 28. apríl 2012. Búið er að leysa þrjú af þeim fimm verkefnum sem samkomulagið nær til. Þau verkefni sem nú koma til skoðunar eru Miðbær Siglufjarðar og uppfylling við innrihöfn þ.e. tanginn.
    Bréfritari óskar eftir formlegum viðræðum sem fyrst um þessa verkþætti.
     
    Bæjarráð telur rétt að boða til samráðsfundar í janúar. Bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar er falið að boða til fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Lagðar fram hugmyndir um lausnir á biðlista á leikskóla Fjallabyggðar á Siglufirði.
    Bæjarráð samþykkir fjárveitingu sem nemur kr. 2.0 m.kr. Bæjarráð vísar málinu til fræðslu- og frístundanefndar og leggur áherslu á að foreldrráð verði með í ráðum. Rétt er að kynna fullmótaðar tillögur fyrir foreldrum barna á Leikskálum.Viðauki er samþykktur samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Fundargerð frá 12. desember sl. lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Lögð fram tillaga deildarstjóra tæknideildar um ráðningu í starf bæjarverkstjóra Fjallabyggðar.
    Lagt er til að Birgir Ingimarsson verði ráðinn í starfið og getur hann hafið störf um 20. janúar n.k.
    Bæjarráð samþykkir fram komna tillögu samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir segir starfi sínu lausu sem forstöðumaður á Bóka- og hérðasskjalasafni Fjallabyggðar. Óskar hún eftir lausn frá starfi frá og með 1. febrúar n.k.
    Bæjarstjóra er falið að auglýsa starfið laust til umsóknar. Starfslok verða gerð í samræmi við reglur bæjarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Lagðar fram ályktanir frá sveitarstjórnarvettvangi EFTA um endurskoðun evrópskra reglna um úrgangsmál og tilskipanir um endurnýtingu opinberra upplýsinga.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Lögð fram framvinduskýrsla fyrir desember 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Aðalfundur Flokkunar ehf verður haldinn á Akureyri 30.12.2013.
    Bæjarráð skipar Arnar Frey Þrastarsson sem sinn fulltrúa á aðalfundinn með umboð bæjarfélagsins og tilnefnir hann í stjórn fyrir Fjallabyggð.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Lögð fram til kynningar drög að tveimur starfslýsingum deildarstjóra FJallabyggðar. Þær verða þrjár staðfestar á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Þorbjörn Sigurðsson og lagði til að bæjarstjórn vísaði þessum dagskrárlið til endanalegrar afgreiðslu í bæjarráði.<BR>Tillaga samþykkt á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    Lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17. desember 2013
    18. desember verða 100 ár frá því að elsti hluti skólabyggingar við Norðurgötu á Siglufirði var tekinn í notkun.
    Af því tilefni verður opið hús frá kl. 11:00 - 13:00 og munu nemendur í 1. - 4. bekk á Siglufirði vera með verkefnakynningu og syngja fyrir gesti kl. 11:15 og 12:30.
    Bæjarfulltrúar eru hvattir til að mæta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 327. fundar bæjarráðs staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.