Aukaþing SSNV - fjárhagsáætlun 2014 vegna málefna fatlaðs fólks

Málsnúmer 1311074

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26.11.2013

Lagt fram til kynningar fundarboð aukaþings Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem haldið verður 5. desember n.k. á Sauðárkróki. Á aukaþinginu verður lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 vegna reksturs málefna fatlaðs fólks fyrir árið 2014 á starfssvæði SSNV, Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.
Á aukaþinginu verður jafnframt gerð grein fyrir störfum starfshóps, stjórnar og þjónustuhóps varðandi tillögur um breytingar á rekstrarformi og samstarfssamningi, þar sem horft er til stofnunar nýs byggðasamlags um málaflokkinn með beinni þátttöku allra sveitarfélaga sem koma að rekstrinum.
Undir þessum dagskrárlið kom Ingvar Erlingsson fulltrúi Fjallabyggðar í stjórn Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra og upplýsti bæjarráð um stöðu mála.
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að sækja aukaþingið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 06.12.2013

Lögð fram gögn er varðar aukaþing SSNV, til kynningar. Forseti bæjarstjórnar sat fundinn og fór hann yfir þau mál sem þar voru til umræðu en fundurinn var haldinn í gær fimmtudag.

Á þeim fundi var ákveðið að stofna nýtt byggðasamlag í janúar.

Samþykkt var á fundinum að skipa undirbúningsstjórn til að ljúka við undirbúning fyrir umræddan stofnfund. Ingvar Erlingsson situr í stjórninni fyrir hönd Fjallabyggðar.

Drög að samþykktum byggðasamlagsins verða til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 12.12.2013

Aukaþing SSNV var haldið á Sauðárkróki þann 5. desember síðast liðinn. Á þinginu var samþykkt að stofna nýtt byggðasamlag um málefni fatlaðra. Jafnframt var samþykkt að skipa undirbúningsstjórn til að ljúka við undirbúning fyrir umræddan stofnfund.
Ingvar Erlingsson situr í stjórninni fyrir hönd Fjallabyggðar.
Drög að samþykktum byggðasamlagsins verða til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar.