Málefni Heilbr.stofnunarinnar, Fjallabyggð

Málsnúmer 1310087

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 319. fundur - 01.11.2013

Lagt fram bréf frá fv. formanni Rauðakrossdeildar Ólafsfjarðar þar sem lýst er yfir áhyggjum deildarinnar verði sú ákvörðun Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar að veruleika, að leggja niður rekstur sjúkrabifreiðar sem staðsett er í Ólafsfirði.
Einnig hefur slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar lýst yfir sömu áhyggjum og bendir á fyrirkomulag brunavarna Fjallabyggðar máli sínu til stuðnings.

Bæjarráð mótmælir harðlega þeirri ákvörðun að leggja niður rekstur sjúkrabifreiðar í Ólafsfirði.

Bæjarráð krefst skýringa frá heilbrigðisráðherra á þessari ákvörðun.

Bæjarráð krefst einnig rökstuðnings Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar á þeirri ákvörðun að staðsetja eina sjúkrabílinn í Fjallabyggð á Siglufirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa heilbrigðisráðherra og forstjóra Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar og krefjast svara við ofangreindu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 06.12.2013

Borist hefur bréf frá forstjóra HSF dags. 2. desember 2013. Bréfið er svar við fyrirpurn frá bæjarráði frá 4. nóvember s.l. Í bréfinu koma fram skýringar á þeirri ákvörðun um að staðsetja eina sjúkrabílinn í Fjallabyggð á Siglufirði.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð leggur þunga áherslu á að ríkisvaldið tryggi fjármagn og standi við yfirlýsingar um rekstur á tveimur bílum á Ólafsfirði og á Siglufirði.