Dagur gegn einelti - 8. nóvember

Málsnúmer 1310077

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 05.11.2013

Erindi frá mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra, dags. 16. október, upplýsingar um fyrirhugaða dagskrá Dagsins gegn einelti þann 8. nóvember nk.
Allir eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til að einelti fái ekki þrifist í samfélaginu og skólar, samtök og vinnustaðir eru hvattir til að beina sjónum að jákvæðum samskiptum, jákvæðum skólabrag og starfsanda. Í tengslum við daginn eru allir hvattir til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti, sem er aðgengilegur á vefslóðinni www.gegneinelti.is

Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 05.11.2013

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti á Íslandi. Skorað er á vinnustaði og samfélög um að sýna samstöðu í verki og láta allar bjöllur, klukkur og skipsflautur hljóma í sjö mínútur frá kl. 13.00 til 13.07 næstkomandi föstudag.