Deiliskipulag - Vesturtangi

Málsnúmer 1310054

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 161. fundur - 06.11.2013

Lögð fram tillaga frá Landslagi ehf að skipulagslýsingu fyrir reit sem nær til hluta Vesturtanga á Siglufirði en svæðið er skilgreint sem athafnasvæði í aðalskipulagi. Skipulagssvæðið afmarkast af Snorragötu í vestri, Suðurtanga í norðri og fyrirhugaðri framlengingu Vesturtanga í austri. Svæðið er um 5 þúsund fermetrar að flatarmáli.

 

Nefndin samþykkir að senda skipulagslýsinguna til umsagnaraðila; Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra til umsagnar og kynna hana fyrir almenningi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 162. fundur - 04.12.2013

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Vesturtanga á Siglufirði. Tillagan var kynnt þann 2. desember með opnu húsi á tæknideild Fjallabyggðar. Innan skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir tveimur lóðum fyrir sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti. Lagt er til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þ.e. í Lögbirtingablaðinu og með áberandi hætti í dagblaði sem gefið er út á landsvísu. Athugasemdafrestur skal eigi vera skemmri en sex vikur frá birtingu auglýsingar.

 

Erindi samþykkt.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 164. fundur - 29.01.2014

Deiliskipulag fyrir Vesturtanga á Siglufirði var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 16. desember 2013 til og með 27. janúar 2014. Deiliskipulagssvæðið er um fimm þúsund fermetrar að stærð og afmarkast af Snorragötu í vestri, Suðurtanga í norðri og fyrirhugaðri framlengingu Vesturtanga í austri. Svæðið er skilgreint sem athafnasvæði í gildandi aðalskipulagi. Innan skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir tveimur lóðum undir sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti. Á auglýsingatíma barst ein athugasemd frá N1 hf.

Nefndin tekur undir athugasemd N1 og samþykkir að gerðar verði eftirfarandi breytingar: Aðkoma frá Snorragötu að vestan og Vesturtanga að austan, að lóðunum færist sunnar. Hámarkshæð mannvirkja innan byggingarreits A verði 5,5 metrar og að staðsettur verði nýr byggingarreitur, B, á lóðunum fyrir tæknirými.

Með gerðum breytingum samþykkir nefndin að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og felur tæknideild að senda svör við athugasemdum til þeirra sem sendu inn athugasemdir.