Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014

Málsnúmer 1309029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 311. fundur - 18.09.2013

Lagt fram bréf frá Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneyti dags. 11. september 2013. Þar kemur fram að ráðuneytið vill gefa bæjar- og sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2013/2014 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum.  Umsóknarfrestur er til 30. september 2013.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir næsta fiskveiðiár.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22.10.2013

Lagt fram bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti dags. 16. október.  Í bréfinu kemur fram að ætlunin er að úthluta byggðakvóta til sveitarfélagsins sem skiptist þannig, að Siglufjörður fær 140 þorskígildistonn en Ólafsfjörður 300 þorskígildistonn.
Frestur til að leggja fram rökstuddar tillögur um úthlutun er til 1. nóvember n.k.
Á næsta fundi bæjarráðs verður tekin til umfjöllunar tillaga að úthlutun.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 318. fundur - 29.10.2013

Á 317. fundi bæjarráðs var ákveðið að vísa til næsta fundar umfjöllun um tillögu að úthlutun á byggðakvóta.


Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að rita Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti bréf með rökstuðningi þar sem lögð er áhersla á að veiðireynsla í Fjallabyggð sé óháð hvar landað er, innan marka sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að úthlutunarreglur Fjallabyggðar verði  óbreyttar frá fyrra ári.

Þar var lögð áhersla á breytingu orðalags þannig að í stað orðsins byggðarlags í 2. mgr. 4 gr. kom orðið sveitarfélag sem og í 3.mgr. 4.gr. og í 1 mgr. 6. gr. kom orðið sveitarfélagsins í stað byggðarlags.

Til viðbótar í 4. gr. komi eftirfarandi:
Hámarksúthlutun byggðakvóta á skip vegna fiskveiðiársins 2013-2014 í Fjallabyggð skal vera eftirfarandi:
Siglufjörður 50 tonn
Ólafsfjörður 50 tonn

Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita bréf til þeirra fiskverkenda í sveitarfélaginu sem gerðu samkomulag við útgerðir um vinnslu á byggðakvóta fyrir síðasta fiskveiðiár.
Þar sé óskað eftir upplýsingum um vinnutilhögun, og reynslu af samstarfi útgerðaraðila, fiskverkenda og sveitarfélagsins og hvernig þeir sjái fyrir sér vinnslu byggðakvóta til framtíðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 06.12.2013

Fjórir aðilar hafa svarað bréfi og fyrirspurnum bæjarráðs frá 13. nóvember s.l er varða samstarf fiskverkenda og útgerðaraðila á vinnslu byggðarkvóta á síðasta fiskveiðiári.

Þessir aðilar eru;

1. Knollur ehf.

2. Útgerðarfélagið Nesið ehf.

3. Siglunes ehf.

4. Hafblik ehf.

 

Lagt fram til kynningar.

 

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 52. fundur - 20.01.2014

Formaður hafnarstjórnar óskaði eftir umræðu um neðantalin mál.

1. Lagt fram bréf bæjarstjóra til fiskverkenda og þau svör sem borist hafa.

2. Lagt fram bréf ráðuneytis um úthlutun byggðakvóta.

Formaður fór yfir skoðanir sínar á þessum málum og leggur áherslu á, að reglur um úthlutun byggðakvóta fyrir næsta fiskveiðiár verði tekið til endurskoðunar og að lögð verði mun meiri áhersla á vinnslu í landi.

Hann segist vera tilbúinn til að leggja fram tillögur er þetta varðar fyrir næsta fiskveiðiár.