Héðinsfjarðargöng - lok verkefnis

Málsnúmer 1309007

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 311. fundur - 18.09.2013

Lagt fram bréf frá formanni stýrihóps um gerð Héðinsfjarðarganga ásamt aðkomuvegum um verklok.

Fram kemur í bréfinu að öllum frágangi sé lokið nema við "Kleifartipp" og að það sé skoðun stýrihópsins að sú framkvæmd eigi að færast yfir á Fjallabyggð.

Bæjarstjóri lagði fram minnisblað frá deildarstjóra tæknideildar er varðar málið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfi formannsins með þeim rökum sem fram koma m.a. í umræddu bréfi deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð leggur áherslu á að frágangur á umræddu svæði sé í samræmi við áður gert samkomulag og sé alfarið í verkahring Vegagerðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 327. fundur - 17.12.2013

Lagt fram bréf frá formanni stýrihóps um gerð Héðinsfjarðarganga. Eftir yfirferð á samskiptum við bæjarfélagið er lagt til að bæjarfélagið taki við  frágangi á svæðinu. 
Náðst hefur samkomulag um fjárupphæð til að ljúka frágangi við Kleifartipp. Drög að samkomulagi lagt fram til kynningar. 

Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu er varðar uppgjör og frágang á Kleifartipp og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið.