Niðurgreiðsla á rútuferðum fyrir háskólanema

Málsnúmer 1308049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 310. fundur - 03.09.2013

Lagt fram erindi m. tölvupósti 28. ágúst 2013, frá Eyrúnu Sif Skúladóttur, sem mun stunda nám við háskólann á Akureyri í haust, en hún vildi kanna hvort sveitarfélagið íhugi að greiða niður strætó fyrir námsmenn sem vilja búa í sinni heimabyggð og nýta sér þjónustu þar.

Skrifstofu- og fjármálastjóri lagði fram minnisblað til upplýsingar um fargjöld og reglur sem Dalvíkurbyggð styðst við.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar til fjárhagsáætlunargerðar 2014.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 311. fundur - 18.09.2013

Fyrir fundinn liggja upplýsingar um fjölda nemenda sem kynnu að vilja nýta sér niðurgreiðslu á rútuferðum fyrir nemendur á framhaldsskólastigi.

Um er að ræða nemendur í MA, í VMA og í HÍA sem og í Myndlistarskólanum á Akureyri.

Bæjarráð leggur til að umræddir nemendur hafi kost á niðurgreiðslu, enda er fjármagn til staðar í áætlun ársins.

Fjármálastjóra er falið að útfæra niðurgreiðsluna í samræmi við reglur annarra bæjarfélaga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 29.09.2013

Skrifstofu - og fjármálastjóri lagði fram tillögu að reglum fyrir niðurgreiðslu á rútuferðum fyrir framhalds- og háskólanema.

Bæjarráð samþykkti að vísa þeim til umfjöllunar bæjarstjórnar með áorðnum breytingum.