Könnun á viðhorfi eldra fólks í Fjallabyggð

Málsnúmer 1307046

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 08.05.2014

Umræður um þjónustukönnun meðal eldra fólks í Fjallabyggð. Niðurstöður könnunarinnar eru jákvæðar og er eldra fólk í bæjarfélaginu almennt ánægt með þjónustu bæjarfélagsins.
Hins vegar eru ýmis mál sem þarf að færa til betri vegar, sérstaklega það sem snýr að aðkomu bæjarfélagsins að félags- og tómstundastarfi eldra fólks, einkum í Ólafsfirði.
Nefndin lýsir ánægju sinni með framkvæmd könnunarinnar og störf þeirra sem að henni stóðu.