Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 158. fundur - 24. júlí 2013
Málsnúmer 1307005F
Vakta málsnúmer
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 158. fundur - 24. júlí 2013
Pétur Vopni Sigurðsson f.h. Rarik ohf sækir um stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð sem staðsett yrði á horni Hverfisgötu og Hávegs. Stöðin yrði rekin þangað til ný spennistöð hefur verið byggð.
Nefndin samþykkir stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð til tveggja mánaða.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Afgreiðsla 158. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 158. fundur - 24. júlí 2013
Á 157. fundi nefndarinnar samþykkti nefndin að fela tæknideild að afla lögfræðiálits á lóðarleigusamning fyrir Hornbrekku, ræktunarlóð nr. 19 og hvort hann teljist enn í gildi. Lögfræðiálitið hefur nú borist frá Jóhannesi Bjarna Björnssyni.
Nefndin tekur undir nálgun í sjötta lið álits Jóhannesar Bjarna að gera skuli nýjan lóðarleigusamning um landið eða þann hluta sem nýttur er undir sumarbústað. Réttindi og skyldur aðila yrðu þannig skilgreindar upp á nýtt og tækju mið að núverandi nýtingu landsins.
Nefndin felur tæknideild að ganga frá málinu.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Afgreiðsla 158. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 158. fundur - 24. júlí 2013
Þorsteinn Jóhannesson f.h. Rarik ohf sækir um byggingarleyfi fyrir spennistöð við Hverfisgötu á Siglufirði samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Spennistöðinni er ætlað að leysa af hólmi þá stöð sem nú er í húsinu að Suðurgötu 47.
Þar sem ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið samþykkir nefndin að framkvæmdin verði grenndarkynnt nálægum lóðarhöfum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur tæknideild að grenndarkynna framkvæmdina.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Afgreiðsla 158. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 158. fundur - 24. júlí 2013
Lagt fram til kynningar bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, en borist hefur kæra þar sem kærð er ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar um samþykkt deiliskipulags grunnskólareits á Þormóðseyri, Siglufirði.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Afgreiðsla 158. fundar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>