Ósk um styrk vegna 50 ára afmælis Húna II

Málsnúmer 1304011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 292. fundur - 16.04.2013

Formaður félags hollvina bátsins Húna II vill koma því á framfæri að báturinn verður hálfrar aldar gamall í ár og er ætlunin að sigla honum austur um land og koma við í helstu höfnum landsins. Sótt er um styrk sem nemur hafna- og aðstöðugjöldum, þegar ætlunin er að koma til Siglufjarðar. Gert er ráð fyrir að Húni II verði hér miðvikudaginn 22. maí n.k.

Nemendum á öllum aldri í Fjallabyggð verður boðið að skoða bátinn af þessu tilefni.
Knörrinn frá Húsavík verður með í för, en það skip var byggt á sama tíma.

Bæjarráð telur rétt að taka þátt í verkefninu og samþykkir styrkbeiðnina.