Fundartími og fundarstaður bæjarráðs

Málsnúmer 1301033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 282. fundur - 08.01.2013

Meirihluti bæjarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu:


"Fundartími bæjarráðs verður haldinn á miðvikudögum kl. 16:00 á bæjarskrifstofunni í Ólafsfirði."

 

Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Egils Rögnvaldssonar.

Egill Rögnvaldsson óskar að eftirfarandi sé bókað.

"Bæjarráðsfundir eiga að vera haldnir í ráðhúsi Fjallbyggðar sem staðsett er á Siglufirði."

Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur - 15.01.2013

Eftirfarandi tillaga að fundartíma bæjarráðs var lögð fram af fulltrúum meirihluta.
"Bæjarráð hefur gert ákveðnar breytingar á fundartíma sínum á kjörtímabilinu og í framhaldi af síðasta fundi þá hefur verið rætt um, innan meirihlutans, að breyta þeirri samþykkt með eftirfarandi hætti.
Fundir bæjarráðs verði á þriðjudögum kl. 17.00, eins og var í upphafi kjörtímabilsins.
Tveir fundir á Ólafsfirði og einn á Siglufirði.

Lögð er áhersla á að það þarf að ná sátt um fundartíma í bæjarráði, til að bæjarfulltrúar geti sinnt sínum lögbundnu störfum, án þess að það rekist alvarlega á önnur verkefni eða skyldur þeirra.

Á síðasta ári var þessu þannig háttað að fundir bæjarráðs voru á þriðjudögum kl. 16.00.
Tveir fundir voru á Siglufirði og einn á Ólafsfirði."


Tillaga samþykkt með 2 atkvæðum. 
Egill Rögnvaldsson greiddi atkvæði á móti tillögunni.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 45. fundur - 11.02.2013

Hafnarstjórn telur eðlilegt að leggja til við bæjarráð/bæjarstjórn að fundir hafnarstjórnar séu framvegis á Siglufirði í ljósi þess að þar eru fleirir fundarmenn búsettir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 286. fundur - 19.02.2013

Í framhaldi af bókun í hafnarstjórn leggur meirihluti bæjarráðs fram eftirfarandi bókun og vísar einnig í bókun bæjarstjórnar frá 8. júní 2011:

"Eðlilegt er að gæta jafnræðis í fundarhaldi milli bæjarkjarna og halda alla nefndarfundi, sem að jafnaði eru mánaðarlega, til skiptis á Siglufirði og í Ólafsfirði.  Eðlilegt er að nefndarmenn bæjarkjarnanna njóti jafnræðis þar sem algengt er að fólk þurfi að taka sér tíma frá vinnu til þess að  mæta á fundi. Jafnframt má minna á að bílar sveitarfélagsins eru aðgengilegir  fundarmönnun  til þess að komast á milli staða".

Sólrún Júlíusdóttir óskar að bókað sé eftirfarandi:
"Undirrituð harmar þau ólýðræðislegu vinnubrögð meirihlutans að ætla með ofríki sínu að skipa Hafnarstjórn fundarstað, þvert ofan í það sem Hafnarstjórn hefur sjálf ákveðið.
Með þessu er vegið að sjálfstæði nefnda í Fjallabyggð."