Framtíðaráform fyrir Skíðasvæðið í Skarðsdal með hliðsjón af snjóflóðahættu

Málsnúmer 1301022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 283. fundur - 15.01.2013

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Veðurstofu Íslands frá 12. desember 2012 fyrir Leyningsás ehf um framtíðaráform fyrir Skíðasvæðið í Skarðsdal með hliðsjón af snjóflóðahættu.  Einnig greinargerð Verkfræðistofu Siglufjarðar um athuganir, sem gerðar voru á möguleikum á að fullnægja öryggiskröfum á svæðinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22.10.2013

Lagt fram bréf frá Valtý Sigurðssyni hrl., dagsett 14. október 2013.
Þess er farið á leit við Fjallabyggð, með aðkomu tæknideildar, að formlegt erindi verði sent til Vegagerðarinnar um að gera frumdrög að vegalagningu og bílastæðum að nýjum upphafsstað miðað við framkomna tvo valkosti.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda formlegt erindi til Vegagerðar er varðar óskir um frumdrög að vegalagningu að nýjum skíðaskála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 340. fundur - 13.05.2014

Lagt fram bréf frá Valtý Sigurðssyni dags. 29. apríl 2014. Vísar hann í greinargerð frá Einari Hrafni Hjálmarssyni verkfræðingi sem ber heitið "Færsla byrjunarsvæðis skíðasvæðis í Skarðsdal".

Þar kemur fram að um sé að ræða þrjá valkosti í samanburði við núverandi staðsetningu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðar ríkisins og fulltrúum Leyningsáss ses.