Bæjarráð Fjallabyggðar - 284. fundur - 29. janúar 2013

Málsnúmer 1301006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 86. fundur - 13.02.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 284
    27. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið föstudaginn 15. mars nk. á Grand hóteli í Reykjavík og mun standa frá kl. 9:30 til u.þ.b. 16:00.
    Fulltrúar Fjallabyggðar eru bæjarfulltrúarnir Ingvar Erlingsson og Þorbjörn Sigurðsson. Varafulltrúar eru Egill Rögnvaldsson og Bjarkey Gunnarsdóttir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 284. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 284
    Lagt fram uppgjör við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins er varðar iðgjöld f.v. starfsmanns vegna tímabilsins janúar 1979 til ágúst 1979.
    Bæjarráð staðfestir iðgjaldaábyrgð og fyrirliggjandi uppgjör.
    Bókun fundar Afgreiðsla 284. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 284
    Í erindi frá Ríkiskaupum frá 14. janúar 2013, er kannaður vilji sveitarfélagsins til áframhaldandi aðild að rammasamningum Ríkiskaupa 2013.

    Bæjarráð samþykkir óbreytta og áframhaldandi aðild Fjallabyggðar  að  rammasamningakerfi Ríkiskaupa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 284. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 284
    Álitsgerð Valtýs Sigurðssonar hrl. frá 22. janúar 2013 um lagaramma dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku, lögð fram til kynningar.  
     
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður við stjórn og forstöðumann Hornbrekku.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 284. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 284
    Lagt fram til kynningar launayfirlit Fjallabyggðar fyrir 2012.
    Niðurstaðan 0,6% yfir áætlun eða um 5 milljónir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 284. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 284
    Ársskýrsla fyrir 2012, dagsett 16. janúar 2013, lögð fram til kynningar. 
    Bæjarráð þakkar slökkviliðsstjóra greinargóða ársskýrslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 284. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 284
    Lögð fram til kynningar tillaga að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar.

    Í Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 er sett fram sameiginleg stefna aðildarsveitarfélaganna um byggðaþróun og þá þætti landnotkunar sem talin er þörf á að samræma vegna sameiginlegra hagsmuna sveitarfélaganna. Skipulagstillagan er unnin með samanburði skipulagskosta m.t.t. umhverfis og samfélags í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat áætlana.

    Hlutverk Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar er auk þess að vinna tillögu að svæðisskipulagi að sjá um framfylgd þess og breytingar á því í samræmi við 9. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Sveitarstjórnum ber að sjá til þess að aðalskipulag sveitarfélaga verði í samræmi við svæðisskipulagið þegar það hefur fengið endanlega samþykkt.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga um Svæðisskipulag Eyjafjarðar verði samþykkt.

    Bókun fundar <DIV>Bæjarstjórn samþykkti á 86. fundi sínum með 9 atkvæðum tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 284
    Kynntar athugasemdir sem fram komu við grenndarkynningu frá íbúum og húsafriðunarnefnd, vegna viðbyggingar við Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði.
     
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar, að ræða við hlutaðeigandi aðilia er varðar framkomnar athugasemdir og/eða ábendingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 284. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.