Uppfærsla á deiliskipulögum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1211064

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 05.12.2012

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 9. nóvember er varðar gildi deiliskipulags sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum árin 2011 og 2012. Samkvæmt nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála er niðurstaðan sú að þar sem meira en þrír mánuðir hafa liðið frá endanlegri samþykkt sveitarstjórnar á deiliskipulagstillögu þar til auglýsing um hana hafi verið birt í B-deild Stjórnartíðinda þá hafi tillagan þegar verið orðin ógild þegar sú auglýsing var birt.

Tæknideild Fjallabyggðar hefur yfirfarið allar deiliskipulagsáætlanir sem þetta varðar og kom í ljós að alls tíu deiliskipulagsáætlanir og breytingar á deiliskipulögum eru ekki í gildi.

 

Nefndin leggur til að farið verði með eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur tæknideild að auglýsa eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:

1. Eyrarflöt Siglufirði.

2. Frístundabyggð við Saurbæjarás Siglufirði.

3. Frístundabyggð vestan Óss í Ólafsfirði.

4. Svæði fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap Siglufirði.

5. Snjóflóðavarnir og útivistarsvæði við Hornbrekku Ólafsfirði.

6. Flæðar í Ólafsfirði.

7. Snjóflóðavarnir ofan byggðar Siglufirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 152. fundur - 04.04.2013

Deiliskipulagstillögur fyrir Eyrarflöt á Siglufirði, frístundabyggð við Saurbæjarás á Siglufirði, svæði fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap á Siglufirði, snjóflóðavarnir ofan byggðar á Siglufirði, frístundasvæði vestan Óss í Ólafsfirði, snjóflóðavarnir við Hornbrekku Ólafsfirði og Flæðar Ólafsfirði voru í auglýsingu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 20. febrúar til og með 3. apríl 2013.

 

Ein athugasemd vegna frístundabyggðar við Saurbæjarás barst frá Örlygi Kristfinnssyni og Guðnýju Róbertsdóttur. Athugasemdin er hér með lögð fram til kynningar og afgreiðslu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð við Saurbæjarás frestað.

 

Nefndin samþykkir að eftirfarandi deiliskipulög verði send til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun:

1. Eyrarflöt á Siglufirði.

2. Svæði fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap á Siglufirði.

3. Snjóflóðavarnir ofan byggðar á Siglufirði.

4. Frístundasvæði vestan Óss í Ólafsfirði.

5. Snjóflóðavarnir við Hornbrekku Ólafsfirði.

6. Flæðar Ólafsfirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 30.04.2013

Á 152. fundi nefndarinnar var afgreiðslu á deiliskipulaginu Saurbæjarás Siglufirði frestað vegna framkominnar athugasemdar Örlygs Kristfinnssonar og Guðnýjar Róbertsdóttur.

Málið er nú tekið fyrir að nýju og eru fyrrnefndir aðilar, Örlygur og Guðný mætt til fundar við nefndina.

Nefndin tekur undir innsenda athugasemd Örlygs og Guðnýjar og samþykkir deiliskipulagið með þeirri viðbót að lóðin Ráeyrarvegur 1 verði stækkuð í samræmi við gildandi lóðarleigusamning, byggingarreitur verði staðsettur syðst á lóðinni og rotþró verði færð til suðurs út fyrir ný lóðarmörk.