Gjaldskrá fyrir hafnarsjóð Fjallabyggðar 2012

Málsnúmer 1211016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 278. fundur - 20.11.2012

Gjaldskrá fyrir hafnarsjóð lögð fram til umræðu, en hún á að taka gildi frá og með 01.01.2013.

Bæjarráð telur rétt að vísa afgreiðslu hennar og staðfestingu til bæjarstjórnar án athugasemda.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 45. fundur - 11.02.2013

Gjaldskrá lögð fram til yfirferðar, en hún hefur áður verið samþykkt.

Fram komu ábendingar frá yfirhafnarverði um að gera þurfi lagfæringar á þremur greinum.

Um er að ræða viðlegugjald í 4. gr. Gera þarf betri grein fyrir sorphirðugjald í 12.gr. og að fella þurfi út skilgreiningu á vatnsgjaldi í 15. gr.

Yfirhafnarverði og hafnarstjóra er falið að setja fram skriflega greinargerð fyrir næsta fund.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 51. fundur - 04.11.2013

Farið yfir gjaldskrá fyrir árið 2014.

Yfirhafnarvörður gerir tillögu að breytingu á gjaldskrá í samræmi við ákvörðun bæjarráðs og munu gjaldskrár hækka um 4%.

Nokkur umræða var um að setja gjald á hvern farþega við komur skipa til Siglufjarðar. Hafnarstjórn ákvað að hafa óbreytta gjaldskrá er þetta varðar.

Sorpgjöld komu einnig til umræðu og var nokkur umræða um að hækka gjald á skipum yfir 100 tonn um 2 þúsund krónur þ.e. úr fjögur þúsund í sex þúsund á mánuði.

Þessi tillaga var samþykkt.
Samþykkt samljóða.