Áskorun um að fella niður breytingar vegna lagningar á Suðurgötunni

Málsnúmer 1209080

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26.09.2012

Lagður fram undirskriftarlisti íbúa við Suðurgötu á Siglufirði sem mótmæla harðlega þeirri breytingu sem samþykkt var á 124. fundi skipulags- og umhverfisnefndar um að banna ætti lögn bifreiða á austurkanti götunnar frá Suðurgötu 77 til norðurs að gatnamótum við Laugarveg, en leyfa hana á vesturkanti á sama kafla. Bent er á að mikill bílastæðavandi er frá Suðurgötu 42 til Suðurgötu 59. Við áðurnefnda breytingu fækkar stæðunum enn frekar auk þess sem bílaumferðin sé hrakin upp að gangstéttarbrúninni.

 

Nefndin bókar að tvær forsendur voru fyrir breytingu á lögn bifreiða við Suðurgötu. Talin er vera minni slysahætta ef ekki er lagt við gangstétt auk þess sem snjómokstur verður auðveldari fyrir vikið. Nefndin vill láta reyna á þetta fyrirkomulag til vors.

 

Hilmar Elefsen bókar að hann vilji láta fella þessa breytingu úr gildi.