Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 137. fundur - 31. maí 2012

Málsnúmer 1205013F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 13.06.2012

Magnús A. Sveinsson varaformaður skipulags- og umhverfisnefndar gerði grein fyrir fundargerð.

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 137. fundur - 31. maí 2012
  Valtýr Sigurðsson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir golfvelli í Hólsdal fyrir hönd Leynings ses. samkvæmt meðfylgjandi framkvæmdalýsingu.
   
  Erindi samþykkt. 
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Ingvar Erlingsson og Ólafur H. Marteinsson. <BR>Afgreiðsla 137. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 137. fundur - 31. maí 2012
  Finnur Yngvi Kristinsson sækir um fyrir hönd Rauðku ehf. leyfi til þess að loka fyrir umferð framan við Hannes Boy og út fyrir strandblakvöllinn.
   
  Nefndin leggur til að gatan verði gerð að vistgötu á þessum kafla.
  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Margrét Ósk Harðardóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Egill Rögnvaldsson og Ingvar Erlingsson. <BR>Eftirfarandi tillaga var lögð fram af Ingvari Erlingssyni, Bjarkey Gunnarsdóttur, Helgu Helgadóttur, Ólafi Helga Marteinssyni, Magnúsi A Sveinssyni og Margréti Ósk Harðardóttur. <BR><BR>"Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir að að gatan við smábátahöfnina á Siglufirði verði einstefnu vistgata í samræmi við tillögu fagnefnda. <BR>Að höfðu samráði við lögreglu er yfirhafnarverði heimilt að loka götunni tímabundið. Lögð er áhersla á takmarkanir á umferð frá kl. 14.00 - 18.00 dag hvern, en þá er mikið álag á svæðinu m.a. vegna löndunar á sjávarafla." <BR><BR>Tillaga samþykkt með 9 atkvæðum. </DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 137. fundur - 31. maí 2012
  Haraldur Björnsson óskar eftir að fá úthlutað beitarhólfi sem er sléttan fyrir norðan fjárhúsið við Lambafen 1, Siglufirði.
   
  Nefndin samþykkir að úthluta umræddu hólfi til fjárbeitar í eitt ár og ítrekar að gert verði heildarskipulag yfir beitarland í Siglufirði.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Ólafur H. Marteinsson, Magnús A. Sveinsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Sólrún Júlíusdóttir, Egill Rögnvaldsson og Ingvar Erlingsson.<BR>Egill Rögnvaldsson lagði fram tillögu um að vísa þessum dagskrárlið aftur til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.<BR>Tillaga samþykkt með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>