Veggur á lóðamörkum

Málsnúmer 1204062

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 25.04.2012

Svanhildur Björnsdóttir fer fram á að stoðveggur sem er á lóðarmörkum Hlíðarvegar 9 og Hólavegar verði endurbyggður sem fyrst.  Veggurinn er mjög illa farinn og við það að brotna inn í garðinn að Hlíðarvegi 9, skv. meðfylgjandi myndum.

Nefndin felur tæknideild að kanna málið með hliðsjón af reglum um stoðveggi í Fjallabyggð.