Air 66N - greinargerð vegna samstarfs um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 1203059

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20.03.2012

Flugklasinn AIR 66N hefur unnið að því verkefni að koma á reglulegu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið og er markmiðið að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi.

Óskað er eftir stuðningi og aðkomu Fjallabyggðar sem nemur 300 kr. pr. íbúa á ári í þrjú ár.

Bæjarráð telur rétt og eðlilegt að taka þátt í verkefninu með öðrum sveitarfélögum og hagsmunaaðilum á svæðinu. Framlag bæjarfélagsins verður tekið inn í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2013 og 2014.

Samþykkt samhljóða.