Flotbryggjur

Málsnúmer 1203031

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15.03.2012

Hafnarstjóri lagði fram bréf frá Arngrími Jóhannssyni og Valgeiri T Sigurðssyni um hugmyndir þeirra að koma fyrir flotbryggju fyrir sjóflugvél sem yrði staðsett milli togarabryggju og Ingvarsbryggju.  Ætlunin er að vera með útsýnisflug frá Akureyri til Siglufjarðar í sumar. Hafnarstjórn telur rétt að leggja vinnu í framtíðarskipulag hafnanna og að lögð verði áhersla á öryggismál í tengslum við þjónustu við báta, umferð ökutækja og gangandi fólks.
Hafnarstjórn tekur vel í framlagt erindi en vísar því til umfjöllunar í bæjarráði þar sem fjárveiting til slíkra framkvæmda er ekki á áætlun ársins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20.03.2012

Lagt fram bréf dags. 7. mars 2012 um hugsanleg kaup á flotbryggju til að taka á móti sjóflugvél í sumar og er í bréfinu vitnað til bókunar í hafnarstjórn 23. febrúar s.l.

Bæjarráð vísar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir hafnarsjóð fyrir árið 2012, en þar er ekki gert ráð fyrir kaupum á slíkri flotbryggju á árinu.

Bæjarráð vill hins vegar taka fram að bæjarfélagið er tilbúið til að skoða lausnir sem gætu tryggt slíka þjónustu og þar með kynningu á bæjarfélaginu.