Beiðni um undanþágu til dvalar í flugvallarbyggingu á Siglufjarðarflugvelli

Málsnúmer 1203023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 251. fundur - 20.03.2012

Lagt fram bréf dags. 6. mars 2012 frá Önnu Dís Bjarnadóttur.

Bæjarráð leggur áherslu á að farið sé að lögum í slíkum málum. Bæjarráð telur einnig rétt að leigusali og leigutaki tryggi öryggi þeirra sem dvelja í húsnæðinu hverju sinni.

Lögð er áhersla á að umrætt húsnæði verði ekki leigt frekar sem íbúðarhúsnæði og er íbúum og leigusala gefinn frestur til 1.október n.k. til að rýma húsnæðið.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133. fundur - 22.03.2012

Anna Dís Bjarnadóttir og Sigurður Kristinsson sækja um leyfi til dvalar í flugvallarbyggingunni á Siglufjarðarflugvelli til loka á leigusamningi við ISAVIA, sem er til loka nóvember 2012.

Nefndin tekur undir bókun frá 251. fundi bæjarráðs en bendir á að ákvörðunartaka er á valdi byggingafulltrúa.

Byggingarfulltrúa er falið að svara erindinu.