Umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Höllina

Málsnúmer 1203005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 06.03.2012

Í tengslum við umsókn um endurnýjun á rekstarleyfi fyrir Höllina veitingahús í Ólafsfirði, leitar Sýslumaðurinn á Siglufirði eftir því við bæjaryfirvöld, hvort þau hafi einhverjar athugasemdir við endurnýjun fram að færa.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Höllina verði samþykkt.


Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela bæjarstjóra að sjá framvegis um afgreiðslu slíkra erinda enda séu umsóknirnar í samræmi við 13.gr. sbr. 21.gr. laga nr. 85/2007.

Þessi ákvörðun byggir á því að um sé að ræða endurnýjun slíkra leyfa og að engar kvartanir eða ábendingar um úrbætur liggi fyrir, um umræddan rekstur.