Stöðuleyfisgjald geymslugáma - ósk um rökstuðning

Málsnúmer 1202102

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 06.03.2012

Í sameiginlegri fyrirspurn 14 eigenda geymslugáma í Ólafsfirði er óskað eftir rökstuðningi bæjaryfirvalda á óvenjulega háum stöðuleyfisgjöldum að mati fyrirspyrjenda og er vísað m.a. til sambærilegra gjalda í öðrum sveitarfélögum.

Lögð fram gögn umhverfisfulltrúa er sýna tilurð gjaldskrár,samþykki hennar 2009 og samanburð.
Bæjarráð telur rétt að miða við núgildandi gjaldskrá, en málið verður til umfjöllunar við fjárhagsáætlunargerð 2013.