Fyrirspurn vegna byggðakvóta

Málsnúmer 1202065

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21.02.2012

Formaður Smábátafélagsins Skalla leggur fram fyrirspurn um skiptingu byggðakvóta áranna 2008 til 2010 og hvar aflinn var unninn.
Bæjarráð vill árétta að það hvorki úthlutar byggðakvóta né hefur eftirlit með vinnslu hans.

Bæjarráð gerir tillögu, samkv. lögum og reglugerðum, um almennar reglur sem gilda við úthlutun byggðakvóta. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið samþykkir reglurnar og felur Fiskistofu úthlutun og eftirlit.
Bæjarráð telur rétt að benda formanni Smábátafélagsins Skalla á að beina fyrirspurn sinni til Fiskistofu sem sér um úthlutun á byggðakvóta og eftirlit með ráðstöfun hans.
Að öðru leyti vísast til samþykktar bæjarráðs 17. janúar 2012 og bæjarstjórnar 18. janúar 2012.