Ungmennaráð Fjallabyggðar tekur til starfa

Málsnúmer 1202033

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 1. fundur - 13.02.2012

Á fund ráðsins mættu deildarstjórar Fjallabyggðar og upplýstu ráðið um sín störf. Ráðið kaus Guðna Brynjólf Ásgeirsson sem formann ráðsins og Brynju Sigurðardóttur sem varaformann. Ráðið ákvað að fastir fundartímar ráðsins verði kl. 17:00 annan mánudag hvers mánaðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14.02.2012

Í tilkynningu Íþrótta- og tómstundafulltrúa Fjallabyggðar, kemur fram tillaga um skipan Ungmennaráðs Fjallabyggðar.

Aðalmenn verði:

Brynja Sigurðardóttir MTR
Guðni Brynjólfur Ásgeirsson MTR
Sigurjón Ólafur Sigurðarson MTR
Sveinn Andri Jóhannsson GF og
Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir GF

Varamenn:
Marinó Jóhann Sigursteinsson GF
Sigurður Björn Gunnarsson MTR
Eva Rún Þorsteinsdóttir MTR og
Magnús Andrésson MTR

Kynningarfundur var haldinn í ráðhúsinu Siglufirði 13. febrúar, þar sem deildarstjórar funduðu með ungmennaráði.

Bæjarráð vísar tillögu að nefndarskipan til bæjarstjórnar.