Samningur um afnot og rekstur af Ægisgötu 15 Ólafsfirði

Málsnúmer 1202008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 07.02.2012

Lögð fram fyrstu drög að framtíðarfyrirkomulagi um rekstur Ægisgötu 15 í Ólafsfirði í framhaldi af yfirtöku bæjarfélagsins á rekstri og eignarhaldi á umræddu húsnæði.
Bæjarráð telur eðlilegt að fagnefnd ljúki umræðu um framkomin drög og tillögu áður en til afgreiðslu kemur í bæjarráði.
Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 248. fundur - 28.02.2012

Frístundanefnd hefur á 52. fundi sínum þann 20. febrúar sl. farið yfir og samþykkt drög að leigusamningi um afnot af Ægisgötu 15 Ólafsfirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fram komin drög, en leggur áherslu á að íþrótta- og tómstundafulltrúi ljúki leigusamningum við einstök félög sem fyrst og að leiguverð sé fundið út frá raunkostnaði og í samræmi við annað leiguverð sem bæjarstjórn hefur áður samþykkt.