Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 19. janúar 2012

Málsnúmer 1201010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 08.02.2012

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • .1 1201047 Búfjárhald
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129



    Hákon Antonsson sækir um leyfi fyrir 3 hesta í eigin húsnæði, Fákafen 11 Siglufirði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .2 1201009 Búfjárhald
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129






    Haraldur Björnsson sækir um leyfi fyrir 29 kindur, Óðinn Freyr Rögnvaldsson sækir um leyfi fyrir 29 kindur, Egill Rögnvaldsson sækir um leyfi fyrir 5 kindur og Rögnvaldur Þórðarsson sækir um leyfi fyrir 5 kindur.  Kindurnar eru í húseign Haraldar Björnssonar að Lambafeni 1, Siglufirði.

    Erindi Haraldar Björnssonar, samþykkt. Erindi Egils Rögnvaldssonar, samþykkt. Erindi Óðins Freys Rögnvaldssonar, samþykkt. Erindi Rögnvaldar Þórðarsonar, samþykkt.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 129. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV><DIV>Egill Rögnvaldsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129
    Fyrir hönd húseigenda að Eyrargötu 18 Siglufirði, óskar Eiríkur Arnarsson eftir viðræðum við sveitarfélagið um tjón á umræddri húseign sem talið er að hafi orðið á húseigninni við framkvæmdir á götum í kringum húsið.
    Tæknideild falið að afla upplýsinga varðandi málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129
    Hestamannafélagið Gnýfari leggur til að götur á svæði hestamanna í Ólafsfirði fái nöfnin Brimvellir (fyrir framan núverandi hesthús), Faxavellir (við nýju hesthúsin og reiðskemmu) og Fjárvellir (við hús fyrir frístundabúskap).
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129
    Lagður er fram lóðaleigusamningur og lóðarblað fyrir Tjarnargötu 2, Siglufirði.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129
    Erindi hefur borist frá Skipulagsstofnun varðandi deiliskipulag við Snorragötu þar sem stofnunin gerir athugsemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulag í B- deild Stjórnartíðinda, þar sem ekki liggur fyrir staðfest aðgerðaráætlun um aðgerðir sveitarstjórnar varðandi uppbyggingu hótels á svæðum A og B, skv. 18. og 19. gr. reglugerðar um hættumat og hættumat liggur ekki fyrir á svæði c, þar sem hluti fyrirhugaðs hótels á að rísa.
    Tæknideild falið að gera aðgerðaráætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129
    Fundarboð á 17. aðalfund Samorku lagt fram til kynningar.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129
    Gjaldskrá Moltu ehf., lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129
    Lagt fram til kynningar erindi frá Umferðarstofu varðandi hálkuvarnir og snjóhreinsun og hvatt til að öryggi allra vegfarendahópa sé sett í öndvegi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.