Reitir - Alþjóðlegt samstarfsverkefni skapandi fólks á Siglufirði

Málsnúmer 1201006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 242. fundur - 10.01.2012

Arnar Ómarsson, listamaður boðaði til fundar 28. desember sl. og á fundinn mætti f.h. bæjarfélagsins umhverfisfulltrúi Fjallabyggðar. Ætlunin er að standa fyrir alþjóðlegu samsarfsverkefni skapandi fólks á Siglufirði næsta sumar.

Ætlunin er að þetta verkefni verði árlegt og muni þróast í samráði við bæjarbúa og bæjaryfirvöld.

 

Bæjarráð fagnar hugmyndinni og er umhverfisfulltrúa falið að halda utan um verkefnið fyrir bæjarfélagið. Fjárstuðningur sveitarfélagsins við verkefnið verður óverulegur.