Bæjarráð Fjallabyggðar - 234. fundur - 1. nóvember 2011
Málsnúmer 1110011F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
Hannes Garðarsson sækir um styrk til útgáfu á bók sinni Árbók Ólafsfjarðar.
Um er að ræða útgáfu á bókinni sem tekur á viðburðum ársins 2010.
Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar.
Bæjarfélagið styrkti útgáfuna um kr. 200 þúsund á síðasta ári.
Bókun fundar
Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
Óskað er eftir heimild til að setja umrædda húseign á sölu með möguleika á skammtímaleigu á meðan á söluferli stendur.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Bylgjubyggð 57 fari í sölumeðferð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
Frístundanefnd beinir þeim tilmælum til bæjarráðs hvort hagkvæmt sé að leysa til sín umrædda eign með þvi að yfirtaka skuldir félagsins.
Bæjarráð telur rétt að kalla eftir skoðun hluthafa og/eða stjórnar Aladíns.
Bókun fundar
Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
Kirkjukór Ólafsfjarðarkirkju óskar eftir styrk til kaupa á sérhönnuðum söngpöllum sem munu m.a. nýtast öðrum kórum.
Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
Deildarstjóri tæknideildar leggur til að greiðslur fyrir refa- og minkaveiði einskorðist við refaskyttur sem gert hafa samning þess efnis við Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.
Bókun fundar
Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
Menningarnefnd hefur farið yfir reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Fjallabyggðar og gert smávægilegar breytingar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
Bæjarstjórn tók málið til umfjöllunar þann 14. september s.l. og var þar samþykkt að taka tvær umræður um framlagðar siðareglur.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að nýjar reglur verði samþykktar.
Bókun fundar
<DIV>Tillaga um siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Fjallabyggð var borin upp og samþykkt með 9 atkvæðum.</DIV>
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
Skólaþing verður haldið á Hilton Hóteli í Reykjavík föstudaginn 4. nóvember n.k.
Fulltrúar Fjallabyggðar á ráðstefnunni verða leikskólastjóri og fræðslu- og menningarfulltrúi.
Bókun fundar
Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands sem haldinn var 12. október sl. samþykkti tillögu um ágóðahlutagreiðslur til aðildarsveitarfélaganna einróma.
Um er að ræða óbreytt markmið EBÍ, að hluti af hagnaði af starfsemi félagsins skuli árlega greiddur til aðildarsveitarfélaga með þeirri undantekningu að ekki komi til útgreðslna á árinu 2011.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
Umhverfisstofnun sendir inn erindi þar sem óskað er eftir tilnefningu í vatnasvæðanefnd fyrir 1. desember næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að skipa Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóra tæknideildar fulltrúa Fjallabyggðar í umrædda nefnd.
Bókun fundar
Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um útgjaldaramma fyrir bæjarfélagið. Bæjarráð vísar tillögunum til fagnefnda, forstöðumanna og deildarstjóra til frekari úrvinnslu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
Ársfundur Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefnda sveitarfélaga var haldinn 27. október s.l.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
Norræn ráðstefna var haldin í Reykholti 27. -28. október s.l. Um er að ræða lokafund um þróunarverkefnið Vestnorden Foresight 2030, sem staðið hefur yfir síðan 2010.
Undirbúningsfundir þessa verkefnis voru haldnir í Borgarbyggð og Fjallabyggð en vinnufundir verkefnisins voru á Akureyri og í Reykholti.
Fulltrúar Fjallabyggðar voru Ásgeir Logi Ásgeirsson og Magnús Sveinsson.
Bókun fundar
Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
Lagt fram bréf frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti dags. 26. október 2011, en um er að ræða auglýsingu um umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012.
Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið sæki um byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012 fyrir 9. nóvember 2011.
Bókun fundar
Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 234
Bókun fundar
Afgreiðsla 234. fundar bæjarráðs staðfest á 69. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.