Aðkoma og aðgengi að húsum við Hlíðarveg 1c, 3c, 7c og Hátún.

Málsnúmer 1106099

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 23.06.2011

Í apríl 2010 sendu húseigendur húseigna við Hlíðarveg 1c,3c,7c og Hátúns erindi til nefndarinnar þar sem óskað var að aðkoma að umræddum húseignum yrði bætt.

Erindi hefur borist frá Friðbirni Björnssyni og Kristínu Guðbrandsdóttur fyrir hönd húseigenda húseigna við Hlíðarveg 1c,3c,7c og Hátúns þar sem farið er fram á að þau verði upplýst um hvenær þau mega eiga vona á að framkvæmdir hefjist og jafnframt er farið fram á að fá upplýsingar um hönnun og útfærslu á aðkomu og aðgengi að húsum þeirra.

Nefndin harmar þær tafir sem orðið hafa á málinu og ítrekar fyrri bókun nefndarinnar þar sem óskað er eftir því við tæknifræðing að fá frekari útfærslu, þar sem skoðuð er tenging við Hóla- og Hlíðaveg.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 257. fundur - 15.05.2012

Húseigendur óskuðu eftir svörum frá bæjarráði eða bæjarstjórn er varðar framkvæmdir við vegaslóða að húseignum þeirra hér á Siglufirði.

Bæjarráð vísar í fyrri svör, sjá staðfestingu bæjarstjórnar.