Nefndarfundir

Málsnúmer 1106060

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 65. fundur - 08.06.2011

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu.
"Lagt er til að nefndarfundir allra nefnda sveitarfélagsins verði haldnir til skiptis í Ólafsfirði og Siglufirði.
Einnig að þær nefndir sem ekki hafa sett sér fastan fundartíma geri það nú þegar.

Rökstuðningurinn er einfaldur og byggir á því að ekki sé eðlilegt að sama fólkið þurfi ævinlega að gera ráð fyrir rúmum hálftíma aukalega í ferðir hverju sinni þegar fundur er haldinn.
Varðandi fastan fundartíma þá gerist það t.d. núna að fundur er í dag í skipulags- og umhverfisnefnd en áður hefur verið rætt að ekki séu nefndarfundir í sömu viku og bæjarstjórnarfundir nema brýna nauðsyn beri til. Einnig er afar óheppilegt að ekki skuli vera hægt að ganga út frá því að fundir séu reglulega og á ákveðnum degi vikunnar."

Til máls um tillöguna tóku Egill Rögnvaldsson, Þorbjörn Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Ingvar Erlingsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.
Tillagan var tekin til afgreiðslu í tveimur liðum.
Fyrri liður um fundarstað var samþykktur með 5 atkvæðum.

Egill Rögnvaldsson, Sólrún Júlíusdóttir og Ingvar Erlingsson greiddu atkvæði á móti.
S. Guðrún Hauksdóttir sat hjá.
Síðari liður um fastan fundartíma var samþykktur með 8 atkvæðum.
Sólrún Júlíusdóttir greiddi atkvæði á móti.