Flokkun ehf. - Gjald fyrir árið 2011

Málsnúmer 1101001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 197. fundur - 11.01.2011

Lagt fram til kynningar bréf frá Flokkun ehf., þar sem fram kemur að stjórn Flokkunar Eyjafjörður ehf. samþykkti á fundi sínum þann 15. desember 2010 að innheimta fast gjald af sveitarfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu fyrir árið 2011 á sama hátt og gert hefur verið undanfarin ár. Gjaldið er óbreytt frá árinu 2010. Gjaldinu er ætlað að standa undir rekstri Flokkunar á meðan gengið er frá ýmsum verkefnum tengdum lokun urðunarstaðarins á Glerárdal og þeim breytingum á úrgangsmálum sem því fylgja.
Samkvæmt framangreindu verður fast gjald að upphæð kr. 468.600,- innheimt hjá Fjallabyggð á árinu 2011.