Yfirfærsla málefna fatlaðra frá ríki til sveitafélaga

Málsnúmer 1012090

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 197. fundur - 11.01.2011

Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er varðar þjónustusamning sveitarfélaga um málefni fatlaðra og er þess óskað að sveitarfélagið taki samninginn til umræðu, staðfesti hann fyrir sitt leyti og feli fulltrúa undirritun hans.
Þjónustusamningurinn sem var samþykktur á fundi stjórnar SSNV þann 15. desember s.l., inniheldur upplýsingar um skipulag þjónustunnar, þjónustuveitingu og fjármögnun.
Sveitarfélögin sem um ræðir eru Akrahreppur, Blönduósbær, Bæjarhreppur, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Skagafjörður og Skagaströnd.

Bæjarráð samþykkir að vísa þjónustusamningi til afgreiðslu í bæjarstjórn.