Umsókn um styrk vegna eldvarnarátaksins 2010

Málsnúmer 1011126

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 193. fundur - 30.11.2010






Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur um árabil staðið straum af kostnaði vegna eldvarnarfræðslu grunnskólabarna og fjölskyldna þeirra. Rannsóknir sýna að eldvörnum á íslenskum heimilum er verulega ábótavant og því mikilvægt að halda uppi stöðugri fræðslu um mikilvægi þeirra.


Sambandið leitar eftir fjárframlagi frá Fjallabyggð til að standa undir kostnaði við að koma boðskap sínum til skila til almennings og barna.


Bæjarráð leggur til að veitt verði sama styrkupphæð og á síðasta ári.