Hlaða sunnan við hesthús í hesthúsahverfi í Ólafsfirði

Málsnúmer 1010013

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 11.10.2010

Helgi Þórðarson og Ingi Vignir Gunnlaugsson óska eftir að staðsetja 40 feta gám í stað byggingar sem nýtt er sem hlaða, sunnan við hesthús þeirra á hesthúsasvæði í Ólafsfirði.

Nefndin samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs, innan þess tíma verður hlutaðeigandi að vera búin að finna varanlega lausn.