Heimsókn félagsmálanefndar í Skálarhlíð

Málsnúmer 1009174

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 45. fundur - 29.09.2010

Vettvangsheimsókn á Skálarhlíð frestað.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 11.10.2010

Forstöðumaður Skálarhlíðar, Helga Hermannsdóttir tók á móti nefndarmönnum og kynnti starfsemi Skálarhlíðar. Í Skálarhlíð eru 30 íbúðir, 20 eins herbergja og 10 tveggja herbergja.  Ekki hefur tekist að leigja allar íbúðir sem hafa losnað og eru nú fjórar lausar íbúðir í húsinu. Umfangsmikið starf fer fram í Skálarhlíð og helst að nefna dagvist aldraðra og félagsstarf aldraðra.  Þátttaka eldri borgara er mjög góð og lætur nærri að um 70 manns taki reglulegan þátt í þeirri starfsemi sem í boði er.