Lagning háspennukapla um Norðurgötu á Siglufirði

Málsnúmer 1007070

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 177. fundur - 20.07.2010

Lagt er fram erindi  nokkurra íbúa við Norðurgötu, sem áhyggjur hafa af legu háspennukapla í götunni.  Er það krafa þeirra að framkvæmdir verði stöðvaðar meðan fyrri meðferð umrædds máls verði tekin til endurskoðunar og það til lykta leitt í fullri sátt við alla íbúa við Norðurgötu.

Sótt var um framkvæmdarleyfi 17.03.2010 til skipulags- og umhverfisnefndar sem samþykkti erindið og tilskilin leyfi eru því fyrir framkvæmdinni.  Samband var haft við Rarik og í þeim viðræðum kom fram að þeir telja ekki gerlegt að gera breytingar á legu strengjanna.

Bæjarráð telur að rétt hafi verið staðið að afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúi að svara erindinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 178. fundur - 27.07.2010

Fyrir liggur bréf íbúa við Norðurgötu á Siglufirði, varðandi staðsetningu háspennukaplanna í götunni og aukningu jarðskauta í skurði.
Lagt fram svarbréf bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.
Samkvæmt upplýsingum bæjarstjóra, mun Rarik taka tillit til óska íbúanna varandi færslu strengjanna við tvö húsanna í götunni.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að áframsenda ábendingar íbúanna til Rarik.
Eftir samskipti við Rarik, Brunamálastofnun og íbúa Norðurgötu, telur bæjarráð sér ekki fært að aðhafast frekar í málinu.
Fram kom hjá Brunamálastofnun, sem er eftirlitsaðili með rafmagnsöryggismálum, að farið er eftir lögum og reglum við lagningu rafstrengjanna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 179. fundur - 10.08.2010

Verkfræðistofa Siglufjarðar óskar eftir samþykki Fjallabyggðar á breytingu á framkvæmdarleyfi fyrir hönd Rarik í samræmi við framkomnar óskir íbúa við Eyrargötu og Aðalgötu.

Skrifstofu- og fjármálastjóri að höfðu samráði við bæjarstjóra hefur samþykkt umbeðna breytingu f.h. bæjarfélagsins með fyrirvara um staðfestingu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir og samþykkir umbeðna breytingu á framkvæmdarleyfi Rarik.