Yfirfærsla á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga 1.janúar 2011

Málsnúmer 1007026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 176. fundur - 13.07.2010

Lagt fram til kynningar bréf frá svæðisráði málefna fatlaðra, Norðurlandi vestra, um þá miklu ábyrgð sem yfirfærsla þessa málaflokks er.

Í ljósi þessa telur bæjarráð rétt að skipaður verði starfshópur sveitarfélaganna, sem starfa muni saman og komi að undirbúningi að yfirfærslu málaflokksins hið fyrsta.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 178. fundur - 27.07.2010

Á 176. fundi bæjarráðs 13.07. s.l. var lagt fram til kynningar bréf frá svæðisráði málefna fatlaðra, Norðurlandi vestra, um þá miklu ábyrgð sem yfirfærsla þessa málaflokks er.
Í ljósi þessa taldi bæjarráð rétt að skipaður yrði starfshópur sveitarfélaganna, sem starfa muni saman og komi að undirbúningi að yfirfærslu málaflokksins hið fyrsta.

Eftirfarandi viðbótarbókun var lögð fram og samþykkt í bæjarráði.

Bæjarráð vill taka fram að gefnu tilefni vegna afgreiðslu á bréfi frá svæðisráði fatlaðra Norðurlandi vestra og snertir yfirfærslu á málefnum fatlaðra neðanritað.

Vísast hér í fundargerð nr. 176 í bæjarráði frá 13.07.2010 sjá máli nr. 1007026.

Starfandi er nú þegar þjónustuhópur um málefni fatlaðra og hefur hann fullt umboð núverandi bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar til að fjalla um og afgreiða tillögur og undirbúa verkefna tilflutninginn sem og að afgreiða önnur þau mál sem tengjast verkefnum þjónustuhópsins. Engar breytingar eru fyrirhugaðar af hálfu Fjallabyggðar á nefndarskipan eða tilgangi á verkefnum þjónustuhópsins.

Allar formlegar tillögur þjónustuhópsins ber að taka til umræðu í félagsmálanefnd sem nú fær auk þess verkefni húsnæðisnefndar til umfjöllunar.