Fráveitumál við hafnirnar

Málsnúmer 1005120

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 24. fundur - 21.05.2010

Hafnarstjórn telur brýnt að fundin verði lausn á fráveitumálum við rækjuverksmiðjuna í Siglufjarðarhöfn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 176. fundur - 13.07.2010

Á 24. fundi hafnarstjórnar 21. maí sl. voru fráveitumál við hafnirnar á dagskrá.
Hafnarstjórn taldi brýnt að fundin yrði lausn á fráveitumálum við rækjuverksmiðjuna í Siglufjarðarhöfn.
Á fund bæjarráðs mætti skipulags- og byggingarfulltrúi og fór yfir stöðu mála.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að finna lausn í samvinnu við aðila máls.