Fyrirspurn um álagningu rotþróargjalda

Málsnúmer 1005096

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 170. fundur - 20.05.2010

Bæjarfulltrúi Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir óskaði upplýsinga um hvernig staðið var að álagningu fráveitu-/rotþróargjalda á hús utan þéttbýlis í Fjallabyggð.
Fyrir liggur minnisblað vegna fyrirspurnar.
Lagt var á samkvæmt almennum álagningarreglum.
Bæjarráð samþykkir í ljósi upplýsinga, að sleppa álagningu rotþróargjalds fyrir árið 2010.
Jafnframt er ítrekað að farið verði yfir rotþróarmál í sveitarfélaginu og kostnaðar- og framkvæmdaráætlun verði gerð í kjölfar þess.