Sveitarstjórnarkosningar 2010-Upplýsingar og leiðbeiningar-Kjörskrárstofn

Málsnúmer 1005089

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 170. fundur - 20.05.2010

Frá dóms- og mannréttindaráðuneyti hefur borist kjörskrárstofn frá Þjóðskrá, fyrirmæli og leiðbeiningar um meðferð vegna sveitarstjórnarkosninga 29. maí 2010.
Fjöldi á kjörskrá í Fjallabyggð samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár er 1579.
Gera þarf leiðréttingu vegna einstaklings sem fallið hefur frá eftir útgáfu kjörskrárstofns.
Eftir leiðréttingu eru 811 karlar og 767 konur á kjörskrá eða alls 1578.
Bæjarráð samþykkir framlagða kjörskrá með ofangreindum breytingum.