Stofnun Félags um Síldarævintýrið á Siglufirði

Málsnúmer 1003046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 162. fundur - 11.03.2010

Á fund bæjarráðs mættu Gunnar Smári Helgason og Finnur Yngvi Kristinsson til að ræða stofnun og markmið félags til að halda hina hefðbundnu hátíð, Síldarævintýrið, um verslunarmannahelgina ár hvert. Meginviðmið sé ,,síldarstemningin" í anda síldaráranna þar sem dagskráin verði metnaðarfull og vönduð og sem mest byggð á menningu Fjallabyggðar. 
Fulltrúar vildu kanna hvort bæjaryfirvöld vildu gera samning við félagið um tilhögun hátíðarinnar og árlegt framlag. Óska jafnframt eftir því að sveitarfélagið komi að stofnun félagsins og tilnefni meðstjórnanda og varamann.

Bæjarráð lýsti yfir ánægju sinni með markmið og stofnun félagsins og vísar erindinu til menningarnefndar.