Eldvarnardagur í Leilskóla Fjallabyggðar

Frá rýmingaræfing á Leikskálum
Mynd: Slökkvilið Fjallabyggðar
Frá rýmingaræfing á Leikskálum
Mynd: Slökkvilið Fjallabyggðar

Eldvarnardagur var í leikskólum Fjallabyggðar, Leikhólum og Leikskálum, í dag. Börn á efstu deildum leikskólana hafa í vetur aðstoðað slökkvilið við að tryggja að brunavarnir leikskólanna væru í lagi. Jafnframt var þeim kynnt og kennt mikilvægi brunavarna meðal annars heima fyrir

Börnin voru í dag útskrifuð sem "Aðstoðarmenn slökkviliðs" og fengu viðurkenningarskjal þess efnis.

Þá var haldin rýmingaræfing á Leikskálum sem gekk vel. Þar æfir starfsfólk verklag ef rýma þarf bygginguna í skyndi. Samskonar rýmingaræfing verður á Leikhólum í júní.