Vetrarafþreying

Fátt jafnast á við góðan dag á fjöllum og að skíða niður ósnortnar brekkur í stórfenglegu umhverfi. Fjallabyggð hefur án efa ein bestu skíðasvæði landsins, með sín háu fjöll og mikla snjó. Fjöllin eru á heimsmælikvarða og bjóða upp á brekkur við allra hæfi hvort sem þú ert að byrja eða í leit að verulegum áskonunum.  Að jafnaði er hægt að ganga á fjöll og skíða niður frá mars og fram í júní. Þegar daginn fer að lengja verður snjórinn enn betri  og þegar kemur fram í júní er hægt að skíða í miðnætur sólinni eins og um miðjan dag.

Athugið að þegar ferðast er utan hefðbundinna skíðasvæða þarf staðbundna kunnáttu og þekkingu til að forðast hættuleg svæði og snjóflóð.  Við mælum því eindregið með að einstaklingar og hópar nýti sér þjónustu staðkunnugra leiðsögumanna í gegnum þjónustuaðila á svæðinu.