Sjómannadagurinn Ólafsfirði - ein stærsta sumarhátíð Fjallabyggðar

Sjómannadeginum verður fagnað með veglegri hátíðardagskrá í Ólafsfirði frá föstudeginum 30. maí  - 2. júní 2024

Sjómannadagurinn hefur í langan tíma verið haldinn hátíðlegur í Ólafsfirði enda mikilvægur í augum íbúa svæðisins og sjómennskan nátengd sögu Ólafsfjarðar. Sjómannadagsráð Ólafsfjarðar hefur alla tíð lagt mikið upp úr því að halda veglega hátíð í tilefni sjómannadagsins og stendur hátíðin yfir í þrjá daga. Þannig hefur hátíðin markað sér sérstöðu á Norðurlandi, enda kemur fólk víða að til að skemmta sér og njóta dagsins í Ólafsfirði.