KK & Ellen á Berjadögum

Kristján Kristjánsson og Ellen Kristjánsdóttir

Þau koma í norður og flytja íslensk lög, einsog þeim ,einum er lagið’! Komdu og vertu með í að skapa stemningu á 80 ára lýðveldisafmælinu sem ber upp daginn eftir…stemningu með systkinum sem hafa smogið inní hjörtu landsmanna á vökum ljósvakans og undir nálinni á hljómplötum í áratugi! Nú er tækifæri til að setjast í huggulegheit á Berjadögum tónlistarhátíð með Kristjáni Kristjánssyni og Ellen Kristjánsdóttur.

Góða skemmtun!

Miðasala